Héraðsnefnd Árnesinga bs. tók til starfa 1. janúar 2013. Byggðasamlagið er stofnað í samræmi við ákvæði IX. Kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138, 2011. Stofnendur eru öll sveitarfélög í Árnessýslu. Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur þessara stofnana fyrir hönd sveitarfélaga sem aðilar eru að byggðasamlaginu. Byggðasafn Árnesinga, Listasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Tónlistarskóli Árnesinga, Almannavarnir Árnessýslu og Brunavarnir Árnessýslu. Forveri byggðasamlagsins var Héraðsnefnd Árnesinga sem stofnuð var 13. október 1988 að tilhlutan Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Tók nefndin að flestu leyti við hlutverki Sýslunefndar Árnessýslu sem starfaði frá 1874 – 1988 er hún var lögð niður. Hélt hún sinn síðasta fund á stofnstað sínum, Kiðabergi í Grímsnesi, haustið 1988.
Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. setur stofnunum samþykktir, þar sem kveðið skal á um markmið þeirra og verkefni. Auk þessara verkefna annast byggðasamlagið þau verkefni sem varða öll aðildarsveitarfélögin og sveitarstjórnir fela henni samkvæmt sérstakri samþykkt allra sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Þá skal byggðasamlagið láta sig skipta sveitarstjórnamál sem varða héraðið sem heild og tillögur um hvað eina sem verða má héraðinu til gagns. Fulltrúaráð kýs sér formann og varaformann úr eigin hópi til tveggja ára á fyrsta fundi eftir sveitarstjórnarkosningar. Formaður stjórnar fundum fulltrúaráðs. Fulltrúaráð kýs fundarritara úr sínum hópi eða ræður sérstakan fundarritara. Formaður skal sjá um að fundargerðir séu skipulega færðar í sérstaka gerðabók, þar sem m.a framkomin mál skulu skráð og hvaða afgreiðslu þau hljóta.
Formaður og varaformaður fulltrúaráðs skulu jafnframt vera formaður og varaformaður framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. Atkvæðavægi allra fulltrúa skal vera jafnt. Fulltrúaráð getur enga ályktun gert nema meira en helmingur fulltrúa séu viðstaddir á fundi. Ef jafnmörg atkvæði eru með málefni og á móti fellur það en við kosningar ræður hlutkesti. Fulltrúaráð samþykkir alla meiriháttar samninga sem gerðir eru og teljast ekki til daglegs rekstrar einstakra stofnana eða falla undir verksvið framkvæmdastjórnar.
Í samræmi við góða stjórnsýsluhætti eru birtar á vefsíðu Héraðsnefndar Árnesinga bs fundargerðir nefndarinnar, fundargerðir framkvæmdastjórnar, þeirra stofnanna sem nefndinn stendur að, ársreikningar nefndarinnar og stofnanna auk upplýsinga um stofnanirnar sjálfar og hverjir sitja í stjórnum stofnananna.
Þeir annmarkar voru á sýslunefndum að bæjarfélög gengu við stofnun sjálfkrafa úr sýslunefnd, og við stofnun Selfosskaupstaðar 1978 voru tengsl Selfoss við starf sýslunefndarinnar rofin. Munaði miklu um brotthvarf stærstu sveitarfélaganna. Einnig var umdeilt að sýslunefndarmenn voru kosnir beinni kosningu, en ekki af sveitarstjórnum. Þeir voru þá allt eins án nokkurra tengsla við sveitastjórnir. Sveitarstjórnir voru sjálfráðar um það hvort þær gengu í Héraðsnefnd Árnesinga, en svo fór að öll sveitarfélög í Árnesþingi gerðust stofnendur hennar. Í upphafi voru héraðsnefndarmenn 22.
Fyrsti oddviti Héraðsnefndar Árnesinga var Sigríður Jensdóttir, sem þá var einnig forseti bæjarstjórnar Selfoss. Oddviti stýrði einnig héraðsráði ásamt tveimur héraðsráðsmönnum öðrum, og var annar fyrst valinn úr hópi dreifbýlismanna, en hinn úr þéttbýli. Héraðsráð kom saman allt að því mánaðarlega, undirbjó mál í hendur héraðsnefndar en afgreiddi sum hin smærri mál. Héraðsnefnd kom að jafnaði saman tvisvar á ári eins og Héraðsnefnd Árnesinga bs gerir nú, á vorfundi og haustfundi.
Þann 15. desember 1989 var samningur um Héraðsnefnd Árnesinga samþykktur af öllum héraðsnefndarmönnum. Um fundarsköp giltu ákvæði sveitarstjórnarlaga frá 1986, og var sérstaklega tekið fram í samningnum að samþykki allra sveitarfélaga þyrfti til að ákvarðanir héraðsnefndar um fjárfestingar, eignabreytingar, ólögbundin útgjöld eða skuldbreytingar öðluðust gildi. Aðildarsveitarfélög veittu árlega fjárframlögum til nefndarinnar á grundvelli fjárhagsáætlunar hennar og báru einfalda ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum. Skiptist ábyrgðin í hlutfalli við fólksfjölda næsta árs á undan. Héraðsnefnd var gert að ákveða hver tæki að sér að annast fjárreiður og bókhald nefndarinnar. Fól hún í upphafi Selfossbæ, nú Sveitarfélaginu Árborg, þetta starf. Oddviti Héraðsnefndar var jafnframt framkvæmdastjóri hennar, og annaðist allar bréfaskriftir, fundarboð á héraðsráðs- og héraðsnefndarfundi og kom fram fyrir nefndarinnar hönd út á við, eins og tilfellið er með byggðarsamlagið í núverandi mynd.
Um verkefni sín hafði Héraðsnefnd Árnesinga tiltölulega frjálsar hendur. Lögbundin var þó umfjöllun hennar um sýsluvegaáætlun og afgreiðslu hennar. Héraðsnefnd hafði og yfirstjórn með mörgum verkefnum á menningarsviði og annaðist fjárveitingar til Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga og hluta af fjárveitingum til Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi á móti Sveitarfélaginu Árborg áður en það var bæjarbókasafn. Tónlistarskóli Árnesinga er sjálfstæð rekstrareining sem borin uppi af sveitarfélögunum, en héraðsnefnd kýs í skólanefnd og fer með æðstu stjórn skólans. Mörg erindi berast héraðsnefnd vegna smærri eða skemmri verkefna, sem hún hefur stutt.
Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð, formaður
Kjartan Björnsson, Sveitarfélagið Árborg, varaformaður
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Gestur Þór Kristjánsson, Sveitarfélagið Ölfus
Sandra Sigurðardóttir, Hveragerðisbær
Sandra Sigurðardóttir, Hveragerði, formaður
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, Sveitarfélagið Árborg
Til vara:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Hveragerði
Smári Bergmann Kolbeinsson, Grímsnes- og Grafningshreppur
Sveinn Ægir Birgisson, Sveitarfélagið Árborg
Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð, formaður
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Bragi Bjarnason, Sveitafélagið Árborg
Fjóla St. Kristinsdóttir, Sveitafélagið Árborg
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Hveragerðisbær
Til vara:
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Haraldur Þór Jónsson, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Jón Bjarnason, Hrunamannahreppur
Sandra Sigurðardóttir, Hveragerðisbær
Sveinn Ægir Birgisson, Sveitafélagið Árborg
Gestur Þór Kristjánsson, Sveitafélagið Ölfus, formaður
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitafélagið Árborg
Jón Bjarnason, Hrunamannahreppur
Til vara:
Grétar Ingi Erlendsson, Sveitafélagið Ölfus
Helga Lind Pálsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppur
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélagið Árborg, formaður
Bjarni H. Ásbjörnsson, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Njörður Sigurðsson, Hveragerðisbær
Til vara:
Bjarney Vignisdóttir, Hrunamannahreppur
Halldór Benjamín Hreinsson, Hveragerðisbær
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Sveitafélagið Árborg
Kjartan Björnsson, Sveitarfélagið Árborg formaður
Erla Sif Markúsdóttir, Sveitafélagið Ölfus
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Bláskógabyggð
Til vara:
Ari Björn Thorarensen, Sveitarfélagið Árborg
Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppur
Hrönn Guðmundsdóttir, Sveitafélagið Ölfus
Hér fylgja fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. í tímaröð. Yngstu fundargerðirnar eru efst.
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 24. fundur 7. febrúar 2022
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 23. fundur 25. október 2021
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 22. fundur 18. maí 2021
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 21. fundur 25. febrúar 2021
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 20. fundur 20. janúar 2021
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 19. fundur 12. nóvember 2020
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 18. fundur 12. maí 2020
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 17. fundur 15. október 2019
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 16. fundur 10. maí 2019
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 15. fundur 11. febrúar 2019
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 14. fundur 22. október 2018
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 13. fundur júlí 2018
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 12. fundur apríl 2018
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 11. fundur október 2017
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 10.fundur maí 2017
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 9. fundur október 2016
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 8. fundur apríl 2016
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 7. fundur október 2015
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 6. fundur apríl 2015
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 5. fundur október 2014
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 4. fundur júlíapríl 2014
Héraðsnefnd Árnesinga bs. 3. fundur apríl 2014
Hér fylgja fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. í tímaröð. Yngstu fundargerðirnar eru efst.
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 24. fundur 3. nóvember 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 23. fundur 20. október 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 22. fundur 10. september 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 21. fundur 11. júní 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 20. fundur 11. maí 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 19. fundur 5. maí 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 18. fundur 21. apríl 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 17. fundur 19. febrúar 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 16. fundur 28. janúar 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 15. fundur 15. janúar 2020
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 14. fundur 9. desember 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 13. fundur 15. október 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 12. fundur 7. október 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 11. fundur 30. september 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 10. fundur 26. september 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 9. fundur 5. júní 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 8. fundur 26. mars 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 7. fundur 18. febrúar 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 5. fundur 15. janúar 2019
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 4. fundur 20. nóvember 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 3. fundur 19. október 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 3.-8. fundur 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 2. fundur 10. október 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 1. fundur 28. ágúst 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 28. fundur 24. apríl 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 27. fundur 13. mars 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 26. fundur 16. janúar 2018
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 25. fundur 7. nóvember 2017
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 24. fundur 4. október 2017
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 23. fundur 30. ágúst 2017
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 22. fundur 15. júlí 2017
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 21. fundur 25. apríl 2017
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 20. fundur 5. október 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 19. fundur 26. september 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 18. fundur 7. september 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 17. fundur 22. apríl 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 16. fundur 8. mars 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 15. fundur 22. janúar 2016
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 14. fundur 4. desember 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 13. fundur 27. október 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 12. fundur 6. október 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 11. fundur 2. október 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 10. fundur 21. september 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 9. fundur 28. júlí 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 8. fundur 27. maí 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 7. fundur 15. maí 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 6. fundur 9. apríl 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 5. fundur 26. mars 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 4. fundur 5. janúar 2015
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 3. fundur 9. desember 2014
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 2. fundur 8. október 2014
Framkvæmdastjórn Héraðsnefnd Árnesinga bs. 1. fundur 2. september 2014
Hér er að finna ársreikninga Héraðsnefndar Árnesinga bs.
I. Nafn, heimili og verkefni
1. gr.
Byggðasamlagið heitir Héraðsnefnd Árnesinga bs. Heimili þess og varnarþing er í Árnessýslu. Byggðasamlagið er stofnað í samræmi við ákvæði IX. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Stofnendur Héraðsnefndar Árnesinga bs. eru eftirtalin sveitarfélög: 1. Sveitarfélagið Árborg. 2. Hveragerðisbær. 3. Bláskógabyggð. 4. Flóahreppur. 5. Grímsnes- og Grafningshreppur. 6. Hrunamannahreppur. 7. Skeiða- og Gnúpverjahreppur. 8. Sveitarfélagið Ölfus.
2. gr.
Merki Árnessýslu skal vera merki Héraðsnefndar Árnesinga bs.
3. gr.
Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur eftirtalinna stofnana fyrir hönd sveitarfélaga sem aðilar eru að byggðasamlaginu. Þær eru: 1. Listasafn Árnesinga, 2. Byggðasafn Árnesinga, 3. Héraðsskjalasafn Árnesinga, 4. Tónlistarskóli Árnesinga, 5. Almannavarnir Árnessýslu, 6. Brunavarnir Árnessýslu.
Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. setur stofnunum samþykktir, þar sem kveðið skal á um markmið þeirra og verkefni. Auk þessara verkefna annast byggðasamlagið þau verkefni sem varða öll aðildarsveitarfélögin og sveitarstjórnir fela henni samkvæmt sérstakri samþykkt allra sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Þá skal byggðasamlagið láta sig skipta sveitarstjórnamál sem varða héraðið sem heild og tillögur um hvað eina sem verða má héraðinu til gagns.
II. Stjórnskipulag
4. gr.
Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna skulu eigi síðar en 15. júlí á því ári sem kosið er til sveitarstjórna tilnefna fulltrúa í fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. til fjögurra ára í senn.
Kjörgengir í fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. eru aðalmenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaga. Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga tilnefna einn fulltrúa og annan til vara fyrir hvert byrjað þúsund samkvæmt íbúatölu viðkomandi sveitarfélags 1. desember fyrir sveitarstjórnarkosningar. Varafulltrúar skulu tilnefndir úr hópi aðal- og varamanna í sveitarstjórn og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Auk þess hafa sveitarfélög með íbúa undir 1000 heimild til að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Skal sá fulltrúi vera aðalmaður í sveitarstjórn.
Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. skal koma saman til fyrsta fundar eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar eigi síðar en 30. júlí. Oddviti fjölmennasta aðildarsveitarfélagsins skal boða fulltrúaráð saman til fyrsta fundar, setur fundinn og stjórnar honum uns formaður fulltrúaráðs hefur verið kjörinn.
Fulltrúaráð kýs sér formann og varaformann úr eigin hópi til tveggja ára á fyrsta fundi eftir sveitarstjórnarkosningar. Formaður stjórnar fundum fulltrúaráðs. Fulltrúaráð kýs fundarritara úr sínum hópi eða ræður sérstakan fundarritara. Formaður skal sjá um að fundargerðir séu skipulega færðar í sérstaka gerðabók, þar sem m.a. framkomin mál skulu skráð og hvaða afgreiðslu þau hljóta.
Formaður og varaformaður fulltrúaráðs skulu jafnframt vera formaður og varaformaður framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Fulltrúaráð skipar stjórnir stofnana sem falla undir gildissvið samingssins til tveggja ára, nema um annað sé kveðið á í lögum. Þrír fulltrúar skulu vera í hverri stjórn, nema í stjórn Brunavarna Árnessýslu, þar sem stjórn skal skipuð fimm fulltrúum. Í hverri stjórn skal sitja einn fulltrúi úr framkvæmdastjórn og skal hann jafnframt vera formaður stjórnar.
5. gr.
Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs. skal halda tvo reglulega fundi á ári. Ár hvert skal halda vorfund eigi síðar en 15. maí og haustfund eigi síðar en 10. október sbr. þó 3. mgr. 4. gr. samningsins. Aukafundi skal halda að beiðni framkvæmdastjórnar eða ef a.m.k. þriðjungur fulltrúaráðs óskar þess.
Til funda fulltrúaráðs skal boða með a.m.k. fimm daga fyrirvara, bréflega eða með rafpósti.
Á vorfundi skal eftirfarandi tekið fyrir: 1. Fundargerðir framkvæmdastjórnar. 2. Ársreikningar og ársskýrslur þeirra stofnana sem falla undir gildissvið samningsins. 3. Kosningar sbr. 6. gr. 4. Skipun stjórna fyrir stofnanir 5. Kosning sérstakra starfsnefnda telji fundurinn þörf á því. Þær skulu starfa á milli funda og fjalla um einstök mál sem þeim eru falin af fulltrúaráði byggðasamlagsins. 6. Önnur mál.
Á haustfundi skal eftirfarandi tekið fyrir: 1. Fundargerðir framkvæmdastjórnar. 2. Fjárhagsáætlun komandi árs ásamt þriggja ára áætlun. 3. Kosning sérstakra starfsnefnda telji fundurinn þörf á því. Þær skulu starfa á milli funda og fjalla um einstök mál sem þeim eru falin af fulltrúaráði byggðasamlagsins. 4. Önnur mál. Atkvæðavægi allra fulltrúa skal vera jafnt. Fulltrúaráð getur enga ályktun gert nema meira en helmingur fulltrúa séu viðstaddir á fundi. Ef jafnmörg atkvæði eru með málefni og á móti fellur það en við kosningar ræður hlutkesti.
Fulltrúaráð samþykkir alla meiriháttar samninga sem gerðir eru og teljast ekki til daglegs rekstrar einstakra stofnana eða falla undir verksvið framkvæmdastjórnar samkvæmt samningi þessum.
6. gr.
Fulltrúaráð byggðasamlagsins kýs framkvæmdastjórn til tveggja ára frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna. Kosning skal fara fram eigi síðar en á fyrsta reglulega fundi fulltrúaráðs eftir sveitarstjórnarkosningar. Að liðnum tveimur árum skal ný framkvæmdastjórn kosin á vorfundi fulltrúaráðs.
Framkvæmdastjórn byggðasamlagsins skal skipuð fimm aðalfulltrúum og jafnmörgum til vara. Formaður og varaformaður sitja í framkvæmdastjórn skv. 3. gr., að öðru leyti skiptir framkvæmdastjórn með sér verkum.
Kjörgengir til setu í framkvæmdastjórn eru aðalmenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.
Framkvæmdastjórnin heldur fundi svo oft sem þurfa þykir og að jafnaði eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Heimilt er þó að fella niður fundi á sumarleyfistíma. Aukafundi skal halda eftir þörfum og skylt er að halda fund óski tveir meðlimir framkvæmdastjórnar eftir því. Formaður framkvæmdastjórnar boðar til fundar og stýrir þeim.
Um atkvæðisvægi og ályktunarhæfi gilda sömu reglur og koma fram í 5. gr. samningsins.
7. gr.
Hlutverk framkvæmdastjórnar byggðasamlagsins er að hafa yfirumsjón með rekstri stofnana í samstarfi við forstöðumenn þeirra. Framkvæmdastjórnin ræður forstöðumenn stofnana og gerir við þá ráðningarsamninga ásamt starfslýsingu í samstarfi við stjórnir.
Framkvæmdastjórn gerir erindisbréf fyrir stjórnir sem starfa fyrir viðkomandi stofnunum. Framkvæmdastjórnin starfar á milli funda fulltrúaráðs og undirbýr mál fyrir fundi sem fulltrúaráð felur henni.
III. Fjármál og rekstur
8. gr.
Stjórn hverrar stofnunar undirbýr fjárhags- og starfsáætlun hvers árs og þriggja ára áætlun og leggur drög að tillögum fyrir framkvæmdastjórn eigi síðar en 15. september. Framkvæmdastjórn fjallar um tillögur stjórna og leggur fjárhags- og starfsáætlanir ásamt þriggja ára áætlun fram til samþykktar á haustfundi fulltrúaráðs. Framkvæmdastjórn leggur fram ársreikning á vorfundi.
Fundargerðir framkvæmdastjórnarfunda og fulltrúaráðs skulu sendar aðildarsveitarfélögum til kynningar sem og fjárhags- og starfsáætlanir, þriggja ára fjárhagsáætlun og ársreikningur. Reikningsár byggðasamlagsins er almanaksárið.
Framkvæmdastjórn ákveður fyrirkomulag fjármála og bókhalds. Endurskoðun reikninga byggðasamlagsins er í höndum löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfirma sem fulltrúaráð byggðasamlagsins ákveður.
Sveitarstjórnir og endurskoðendur aðildarsveitarfélaga eiga rétt á aðgangi að öllum gögnum um stjórnsýslu byggðasamlagsins.
9. gr.
Tekjur byggðasamlagsins eru árleg framlög aðildarsveitarfélaganna samkvæmt fjárhagsáætlun og aðrar tekjur sem til falla. Framlögum vegna þeirra stofnana sem talin eru upp í 1-3. tl. 1. mgr. 3. gr. samningsins skal jafnað niður á aðildarsveitarfélögin að helmingi miðað við íbúafjölda 1. desember árið á undan og að helmingi miðað við tekjur sveitarsjóðs af útsvörum, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næst liðins ár.
Framlög vegna Brunavarna Árnessýslu skiptast þannig að 30% framlaga skal miða við íbúafjölda og 70% við brunabótamat fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi næstliðins árs.
Framlög vegna Tónlistarskóla Árnesinga eru samkvæmt 8. gr. reglugerðar f. Tónlistarskóla Árnesinga sem samþykkt var að Menntamálaráðherra þann 1. 1.2002. 75% vegna kennslustundafjölda og 25 % miðast við íbúafjölda.
Um framlög til Almannavarna Árnessýslu fer skv. 32. gr. laga nr. 82/2008 en þar segir að framlögin skuli vera í samræmi við íbúafjölda.
Heimilt er að lækka álagningarstofn sveitarfélags ef tekjur hafa ekki innheimst vegna gjaldþrota eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna.
Aðildarsveitarfélög skulu greiða 1/12 hluta fyrirfram fyrir 10. hvers mánaðar. Verði vanskil á greiðslum framlags greiðast dráttarvextir af vanskilafénu í samræmi við 32. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. III kafli laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
10. gr.
Samþykki allra sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna þarf til að ákvarðanir byggðasamlagsins um fjárfestingar, meiriháttar eignabreytingar, ólögbundin útgjöld og skuldbindingar öðlist gildi.
11. gr.
Sveitarfélög þau sem aðild eiga að Héraðsnefnd Árnesinga bs. bera einfalda ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum byggðasamlagsins í sameiningu. Innbyrðist skiptist ábyrgðin í hlutfalli við fólksfjölda 1. desember næstliðins árs, nema annað sé ákveðið varðandi einstök verkefni.
12. gr.
Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli samnings þessa, hvort sem um er að ræða ákvarðanir fulltrúaráðs eða framkvæmdastjórnar, eru ekki kæranlegar til aðildarsveitarfélaga.
Um hæfi fulltrúaráðsmanna og framkvæmdastjórnar til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á eða til greina kemur að taka stjórnvaldsákvörðun samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gilda ákvæði II. kafla þeirra laga.
IV. Úrganga úr byggðasamlagi og slit byggðasamlags
13. gr.
Samning þennan skal endurskoða á a.m.k. 10 ára fresti með hliðsjón af reynslu og framkvæmd hans og breyttum aðstæðum. Til þess að breytingar á samningnum öðlist gildi þarf samþykki 2/3 sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga og að íbúar í þeim sveitarfélögum séu að lágmarki helmingur íbúa í héraði.
Aðildarsveitarfélög geta með tveggja ára fyrirvara sagt upp aðild að byggðasamlaginu. Samhliða getur aðildarsveitarfélag krafist innlausnar á nettó núvirðisreiknuðum eignarhlut sínum í byggðasamlaginu. Rísi ósætti um úrgöngu sveitarfélags úr byggðasamlaginu skal vísa málinu til ráðuneytisins, sbr. 3. mgr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Til þess að starfsemi byggðasamlagsins sé hætt þarf samþykki allra sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga eða hún hafi verið samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu á starfssvæði byggðasamlagsins.
Sé ákveðið að hætta starfsemi byggðasamlagsins skal skipa sérstaka skiptastjórn í samræmi við ákvæði 5. mgr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
V. Önnur ákvæði
14. gr.
Þar sem ákvæði samþykktar þessar segja ekki til um hvernig með skuli fara skal hlíta ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Breytingar á stofnsamningin þessum taka gildi 1. janúar 2016. Samningur þessi kemur í stað samnings um Héraðsnefnd Árnesinga frá 17. desember 2012.
Bráðabirgðaákvæði
Þrátt fyrir ákvæði 5. og 6. gr. skulu tveir fulltrúar í stjórn Brunavarna Árnessýslu kosnir á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga í október 2015. Taka þeir sæti í stjórninni við gildistöku samnings þessa þann 1. janúar 2016.
Þannig samþykkt í Hveragerði 15. október 2015, og staðfesta fulltrúar sveitarfélaganna samninginn með undirskrift sinni.
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Ölfus
Hveragerðisbær
Flóahreppur
Grímsnes og Grafningshreppur
Skeiða og Gnúpverjahreppur
Bláskógabyggð
Hrunamannahreppur